14.04.1930
Efri deild: 77. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 326 í D-deild Alþingistíðinda. (3675)

278. mál, landsspítalinn

Ingibjörg H. Bjarnason:

Ég vildi leita leyfis hæstv. forseta til að mega leggja þá spurningu fyrir hæstv. stj., eða í þessu falli hæstv. dómsmrh., hvort ekki sé meiningin, eins og orð hans lágu til hér í hv. deild fyrir nokkrum dögum, að svara fyrirspurn minni um landsspítalann, sem leyfð var 15. marz, og sömuleiðis fyrirspurn minni, sem leyfð var 8. marz, um húsrúm fyrir listaverk landsins. Ég vildi vita, hvort ekki megi eiga von á því, að þessum fyrirspurnum mínum verði svarað af ríkisstj.