22.02.1930
Efri deild: 32. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1162 í B-deild Alþingistíðinda. (392)

12. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er að aðalefni shlj. 1. frá síðasta þingi um heimild fyrir ríkissjóð til lántöku. Þær breyt., sem frv. gerir á þeim l., eru tvær. Önnur felst í 1. gr., þar sem tekið er fram, að þessi heimild nái til lántöku í erlendri mynt, er samsvari hinni tilteknu upphæð að gengi. Þetta er nauðsynlegt, meðan íslenzka gengið er ekki ákveðið. Hin breyt. er sú, að niður er felld 2. gr. laga frá 14. júní síðastl. ár, þar sem upp er talið, til hvers láninu eigi að verja.

Fjhn. hefir ekki séð neina ástæðu til annars en að leggja til, að frv. yrði samþ. Eins og tekið er fram í grg. fyrir þessu frv., þá er það vitanlegt, að þessu lánsfé verður varið samkv. því, sem segir í 2. gr. 1. frá 1929. Ég hefi svo ekki ástæðu til að segja fleira fyrir hönd n. Ég geng út frá, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.