24.01.1930
Neðri deild: 4. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í B-deild Alþingistíðinda. (4)

1. mál, fjárlög 1931

Fjmrh. (Einar Árnason):

Skýrslu þá, sem ég las upp, fékk ég hjá ríkisféhirði. Ég bað um hana til þess að ég sæi, í hvað sú 1½ milljón, sem ráðstafað var samkv. fjáraukalögunum, hefir farið. Þingvallavegurinn nýi er alveg sérstakur liður, og er gert ráð fyrir, að hann verði settur á lán. Ég skal játa, að mér óx í augum þessi upphæð, 350 þús. kr., til undirbúnings alþingishátíðarinnar. En að svo stöddu get ég ekki gefið hv. þm. upplýsingar um, til hvers þær eru ætlaðar.