01.03.1930
Neðri deild: 41. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í C-deild Alþingistíðinda. (441)

80. mál, forkaupsréttur kaupstaða á hafnarmannvirkjum o. fl.

Pétur Ottesen:

* Það er nú svona stundum, að menn verða að taka nokkuð oft upp það sama til að koma því rétta boðleið inn í höfuðið á sumum mönnum. En vegna þess, að ég hefi gert það, hefir nú hv. 2. flm. (HV) svignað undir rökum mínum og viðurkennt, að frv. er illa undirbúið, kemur í bága við gildandi lög og hentar aðeins í einstaka tilfellum. Ég vil þó ennþá benda á það, að lög frá 1926 heimila sveitum að taka undir sig land, ef nauðsyn krefur. Ég verð því að líta svo á, að hv. flm. (HV) hafi viðurkennt, að frv. er engin þörf.

Hv. þm. talaði um, að hann vildi ekki taka upp sömu orðin aftur og aftur, en ég minnist ekki, að ég hafi heyrt annað til hans en þennan síendurtekna sócíalistasöng hér á þingi.