17.02.1930
Neðri deild: 29. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 272 í C-deild Alþingistíðinda. (575)

114. mál, Brunabótafélag Íslands

Pétur Ottesen:

Eins og hv. þm. N.-Ísf. hefir bent á, hefir við samningu þessa frv. og undirbúning málsins verið alveg gengið framhjá ákvæði 25. gr. núgildandi l. um. Brunabótafélagið, þar sem svo er ákveðið, að þegar Brunabótafélagið sé orðið svo stórt, að iðgjöld til þess nemi 75 þús. kr., þá séu lögin um það samin upp að nýju, og skipi stj. fulltrúaráð til að sjá fyrir hag vátryggjenda, og áður en breytingarnar séu lagðar fyrir Alþingi, skuli bera þær undir stjórnir sveitar- og bæjarfélaga. Þó að með þessum breyt. sé lagt til, að sjálfstryggingar falli niður, er samt ástæða til, að þessum hlutaðeigendum sé leyft að játa í ljós sína skoðun; þeir eiga svo mikilla hagsmuna að gæta, að ekki má afgreiða þetta mál endanlega frá þinginu án þess þeir fái kost á að segja um það álit sitt. Þó að það hafi ekki verið gert ennþá, er sjálfsagt, að málið fái að ganga til n. og athugast þar. En það er alveg óforsvaranlegt að afgreiða það til fullnustu án þess að taka tillit til 25. gr. 1. um Brunabótafélag Íslands.