14.04.1930
Neðri deild: 79. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2445 í B-deild Alþingistíðinda. (658)

Afgreiðsla þingmála

0658Reykv. um nafnið á flokki hans, sem hann hefir gengið undir í mörg ár. Það var núv. hv. 3. landsk., sem bjó til þetta nafn. Svo kemur hv. þm. nú og segir, að danskur maður hafi búið til nafnið. Þetta er sagt alveg út í loftið hjá hv. þm. Ég hefi aldrei sagt, að neinn danskur ráðh. hafi fundið að nafninu á flokki hv. þm. En eins og sést af fundargerð ráðgjafarnefndar, spurðist þessi danski ráðh. fyrir um það, af hverju einn íslenzkur flokkur væri að gera Dani tortryggilega um það, að þeir hefðu í huga innlimun á Íslandi. Fulltrúar þessa flokks í nefndinni svöruðu eins og efni stóðu til, og skal ég ekkert fara út í það hér. Hv. 1. þm. Reykv. hefir þennan danska ráðh. því alveg fyrir rangri sök, þegar hann segir, að hann hafi verið með afskipti af því, hvaða nöfnum stjórnmálafl. nefndu sig á Íslandi. Þessi ráðh. minntist aðeins á það, sem Morgunblaðið hefir sagt um að Danir væru að undirbúa innlimun á Íslandi, og hann vildi fá að vita, hvað Danir hefðu gert, sem réttlætti þessi orð blaðsins. — Annars hefir skap hv. 1. þm. Reykv. hlaupið með hann í gönur í síðustu ræðu hans. En ég er hissa, hvernig hann getur talið það móðgun að nefna flokk hans því nafni, sem hann gekk lengst undir og hefir hlotið mesta frægð sína undir. Þetta nafn getur ekki verið meiðyrði, nema flokkurinn hafi gert það með hegðun sinni, meðan hann hét Íhaldsflokkur. En það skilst mér, að þeir hv. 1. þm. Reykv. og flokksbræður hans vilji ekki viðurkenna.