16.04.1930
Efri deild: 82. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2451 í B-deild Alþingistíðinda. (668)

Afgreiðsla þingmála

Jón Baldvinsson:

Ég kalla það undarlegt, að hæstv. forseti skuli á örfáum sekúndum vera búinn að taka öll aðalmálin út af dagskrá og setja nýjan fund. Ég tók eftir því, þegar hæstv. forseti lýsti dagskrá, að það mál, sem nú átti að byrja á, tóbakseinkasalan, er sett aftur fyrir og er nú 2. mál á þessari nýju dagskrá. Ég tel þetta ekki rétt. Ég vil halda óbreyttri röð á dagskrá.