16.04.1930
Neðri deild: 84. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2452 í B-deild Alþingistíðinda. (678)

Afgreiðsla þingmála

Haraldur Guðmundsson:

Hæstv. forseti veit ekkert um, hvort umr. verða um málin. En það eru brigðmæli við mig, ef hann tekur þessi mál, sem ég er flm. að, ekki fyrst á dagskrá. Enda er það sjálfsagt kunnugt mörgum þm., að forseti og stj. hafa lofað, að næsta mál á dagskrá á eftir fjárl. skuli verða þáltill. um berklavarnirnar. Það er hæstv. dómsmrh., sem hefir lofað þessu.