13.03.1930
Neðri deild: 52. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 182 í B-deild Alþingistíðinda. (68)

1. mál, fjárlög 1931

Ólafur Thors:

Ég ætlast ekki til, að hv. þm. Ísaf. sé í neinu tilliti forráðamaður minn, enda hlýtur hann að vita, að ég hefi miklu meira vit á því en hann að ráða mínum eigin háttum. En ég gat ekki varizt þess að undrast þá heimsku, að hv. þm. skuli rísa upp og segja, að vegna snilldarinnar eigi ekki að styrkja rithöfundana, heldur vegna boðskaparins, sem þeir flytja, það er að segja, ef sá boðskapur er bolschevismi. Ég tek það ekki aftur, að það er ekkert mark takandi á hinum pólitísku skrifum H. K. L.