26.02.1930
Neðri deild: 37. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2455 í B-deild Alþingistíðinda. (690)

Þingvíti

Halldór Stefánsson:

Þar sem þingviti hefir verið fellt af öllum viðkomandi hv. þm. nema einum, og þar sem það kemur oft fyrir, að ekki aðeins einn, heldur margir þm. eru fjarstaddir án þess að þeim sé skapað þingviti fyrir það, þá þykir mér lítt hæfa, að nú sé þingviti fellt á hendur aðeins þessum eina manni. En það skal ég játa, að mér þykir ekkert óviðeigandi, þó að þessu ákvæði í þingsköpunum verði beitt strangara en verið hefir, ef vera mætti, að það yrði til þess, að þm. sæktu fundi betur en áður og afgreiðsla málanna gengi greiðara.