14.04.1930
Neðri deild: 80. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 320 í C-deild Alþingistíðinda. (708)

359. mál, bryggjugerð í Borgarnesi

Frsm. meiri hl. (Héðinn Valdimarsson):

Ég hefi lítið um þetta frv. að segja, annað en það, að meiri hl. n., sem tók þátt í afgreiðslu þess, leggur til, að það verði samþ.

Tilgangurinn er að gera hagfelldari og ódýrari upp- og útskipun í Borgarnesi en nú er, og hygg ég, að með því sé farið að vilja flestra, er þar eiga hlut að máli. Vil ég því leyfa mér að vænta þess, að þetta mál fái bæði fljóta og góða afgreiðslu hér í þessari hv. d.