05.03.1930
Neðri deild: 44. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2462 í B-deild Alþingistíðinda. (731)

Þingvíti

Forseti (BSv):

Vill hv. þm. mælast til að fá þingvíti seinni daginn líka? (GunnS: Hafi þingvíti verið réttmæt fyrri daginn, þá hefðu þau verið það líka seinni daginn).

Það barst í tal um daginn, að þessi hv. þm. mundi eigi svo smár, að hann léti sig nokkru skipta um kaup sitt umræddan dag, og sannast nú, að það hefir verið rétt til getið. En út af því, sem hv. þm. sagði, vil ég benda honum á, að þó hann hafi tekið á móti fullum launum síðustu viku, er það aðeins „greiðsla upp í þingkaup“ og að fullnaðarreikningsskil á þingkaupinu eru ekki gerð fyrr en í þinglok.