05.03.1930
Neðri deild: 44. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2463 í B-deild Alþingistíðinda. (735)

Þingvíti

Forseti (BSv):

Ég benti á það um daginn, að þessum ákvæðum þingskapanna er eigi beitt nema brýnasta ástæða þyki til vera.

Þó hefir þesskonar stundum komið fyrir. Man ég, að hv. þm. A.-Sk. bauð einu sinni fram dagkaup sitt í reiðu fé samstundis við forsetastól, af því að hann skoraðist undan því að greiða atkv. um eitthvert mál án þess að gera grein fyrir. En mig minnir, að því væri ekki viðtaka veitt. — Ákvæði þingskapa eru meir sett hér til varnaðar en fjárafla ríkissjóði til handa. Þetta munu allir vita, enda hefir þessum ákvæðum víst aldrei verið annan veg beitt.

Ég viðurkenni, að hv . 2. þm. Rang. hafi ekki tekið minni þátt í þingstörfunum en hver annar. Ætti svo þessi deila að geta fallið niður í bróðerni.