19.03.1930
Neðri deild: 57. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 193 í B-deild Alþingistíðinda. (74)

1. mál, fjárlög 1931

Ólafur Thors:

Það eru aðeins örfá orð utan dagskrár. Ég skal hér með skýra frá því, að það hefir orðið áframhaldandi samkomulag milli hæstv. ríkisstjórnar og stjórnarandstæðinga um það, að eldhúsverkin hefjist ekki fyrr en eftir atkvgr. um till. þær, er fyrir liggja við 3. umr. fjárlaganna. En að þeim umr. loknum er ætlazt til, að eldhúsdagur hefjist með þeim réttindum, sem honum fylgja sumkvæmt þingvenju. Ennfremur skal það tekið fram, að af hálfu okkar stjórnarandstæðinga hefir það verið tilskilið, að eldhúsverkin hefjist ekki seint að kvöldi, heldur á venjulegum fundartíma, kl. 1, eða að minnsta kosti ekki síðar en kl. 5.