11.02.1930
Efri deild: 19. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 329 í C-deild Alþingistíðinda. (749)

15. mál, Menntaskólinn í Reykjavík

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ég hefi ástæðu til, eins og í fyrra, að þakka .hv. menntmn. þessarar deildar fyrir ágæta afgreiðslu þessa máls. Ég tel brtt. hennar hiklaust til bóta, sérstaklega brtt. við 4. gr. um skipting ársdeildanna. Er ágætt að gefa nemendum eins til tveggja vetra frest til þess að gera upp við sig, í hvora deildina, máladeild eða stærðfræðideild, þeir vilji fara. Ég tel yfirleitt sjálfsagt að samþykkja brtt. n. og hefi því ekki ástæðu til þess að segja meira.