14.02.1930
Efri deild: 22. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1172 í B-deild Alþingistíðinda. (864)

9. mál, flugmálasjóður Íslands

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Sjútvn. flytur brtt. við frv. þetta samkv. tilmælum dr. Alexander Jóhannessonar, sem mestu hefir ráðið um samningu frv. þessa og gera má ráð fyrir, að hafi stjórn flugmála á hendi á þessu ári, a. m. k. Hann vill breyta frv. þannig, að eigi sé skylt að hefja stöðuga síldarleit fyrr en 15. júní í stað 1. júní, sem ákveðið var í frv. Telur hann, að þar sé til of mikils ætlazt. Vill n. verða við þessu, í fullu trausti þess, að síldarleit hefjist fyrir þennan tíma, enda þótt hún verði ekki stöðug fyrr en um miðjan mánuðinn, enda er dr. Alexander Jóhannesson hví fylgjandi, að einstakar ferðir séu farnar fyrr. N. er þessu hlynnt, vegna þess, að sjóðurinn er á byrjunarstigi og ekki víst um tekjur hans.