24.01.1930
Efri deild: 4. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1184 í B-deild Alþingistíðinda. (962)

5. mál, sveitabankar

Fors- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég hygg, að það sé ekkert höfuðatriði, til hvorrar n. máli þessu verður vísað. En ég vil þó benda á það, að á þinginu í fyrra fékk það alla sína afgreiðslu í landbn. Nd. Mér þykir því eðlilegra, að það haldi áfram að fá afgreiðslu hjá sömu n. Einkum ætti afgreiðsla frv. að verða fljótari og hægari í landbn. Nd., þegar frv. kemur þangað, þar sem um sömu menn mun vera að ræða þar að mestu leyti og var í landbn. þeirrar d. í fyrra. — Ég geri þetta þó ekki að neinu kappsmáli, en mér finnst vera eðlilegra og liggja beinna við að vísa frv. til landbn.