16.04.1930
Efri deild: 82. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 543 í C-deild Alþingistíðinda. (990)

26. mál, hafnargerð á Sauðárkróki

Jón Þorláksson:

Mér er það kunnugt, að flm. þessa frv. telja brtt. þá, sem fyrir liggur, svo mikla skemmd á frv., að þeir vildu alls ekki fallast á það svo breytt. Samskonar brtt. var felld í hv. Nd. af stuðningsmönnum frv. þar. Það er algerð vonleysa að ætla að koma málinu fram með þessari breyt. Ef hv. þm. Ak. vill málinu vel, á hann því að taka brtt. sína aftur og freista að fá frv. samþ. óbreytt.

Ef málið fæst ekki tekið hér fyrir aftur, er nægur tími til að ónotast um ástæðurnar fyrir því, að það gengur ekki fram.