20.02.1931
Efri deild: 5. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 598 í C-deild Alþingistíðinda. (1035)

24. mál, kirkjugarðar

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ég get verið stuttorður um þetta mal. Samskonar frv. var lagt fyrir síðasta þing, svo hv. þdm. er það eigi ókunnugt. Það er hliðstætt frv. um kirkjur, sem lagt hefir verið fyrir hv. Nd. Fer það í þá átt að tryggja friðhelgi og verndun kirkjugarða og heimilisgrafreita og gerir ráðstafanir til, að þeir geti litið út eins og kirkju landsins sæmir.

Að lokinni þessari umr. legg ég til, að frv. verði vísað til allshn.