04.03.1931
Neðri deild: 15. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í C-deild Alþingistíðinda. (1136)

8. mál, vitagjald

Sveinn Ólafsson:

Það eru aðeins örfá orð, er ég vildi segja út af ræðu hv. þm. Vestm. Hann virðist furða sig á því, að þetta frv. var borið fram, en ekki frv. frá vitamálan, En þetta er ekkert undarlegt. Hennar frv. kom ekki í ljós fyrr en á þingsetningardegi og þess vegna of seint til að verða stjfrv. Hitt frv., það sem hér liggur fyrir, var aftur á móti tilbúið löngu áður og lagt fram fyrsta dag þingsins. Ég vil hér staðhæfa, að ekki sé um neinn árekstur milli þessara tveggja frv. að ræða. Að vísu er frv. mþn. víðtækara, þar sem það lýtur að stjórn og framkvæmd vitamálanna, en hér er um einfold skattalög að ræða.

Ég vil út af þeim ummælum, að verja beri vitagjaldinu í þágu vitanna og annara umbóta á siglingaleiðum, upplýsa það, að í skýrslu um þetta efni, sem nær frá 1879–1929, sest, að þótt upphæð vitagjalds og kostnaður af vitabyggingum og rekstri vita standist ekki á endum öll árin, þá hefir þó verið varið meiru fé til vita önnur ár en vitagj. nemur. Heildarútkoman verður því sú, að öllu vitagjaldinu á þessu tímabili hefir verið varið í þarfir vitanna, og þó nokkru betur. Umkvörtun um notkun vitagjaldsins til annara ríkisþarfa en vitanna, sem að vísu hefir heyrzt af vörum útlendra farmanna, er því með öllu óréttmæt. Ég taldi einmitt ástæðu til að minna á þetta vegna þeirra óréttmætu umkvartana, sem þinginu hafa borizt um þetta efni.

Ég sé svo ekki ástæðu til að segja fleira. Ég vona, að frv. þetta fái góðar undirtektir og að hv. þm. skilji, að það er ekki á neinn veg til fyrirstöðu því, að frv. mþn. í vitamálum geti fengið afgreiðslu á þessu þingi.