04.03.1931
Neðri deild: 15. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í C-deild Alþingistíðinda. (1137)

8. mál, vitagjald

Pétur Ottesen:

Hafi nokkur verið í vafa um það áður, að vitagjaldið ætti einvörðungu að ganga til bygginga vita, umsjónar og hirðingar þeirra, þá hlýtur sá vafi algerlega að vera á burtu rekinn með þessu frv. Í því stendur, að gjald þetta skuli greiða til vita, sjóomerkja og mælinga siglingaleiða. Þetta tekur af allan vafa um það, að vitagjaldið má ekki nota til annara hluta en þessara. Þau atriði, sem upp eru talin, miða öll að því að gera siglingar hér við land öruggari.

Hv. 1. þm. S.-M. gat um, að þær kvartanir, sem hefðu borizt um það, að vitagjaldinu væri ekki varið samkv. tilgangi sínum, væru ekki réttmætar. — Ég vil ekki rengja það, að sú skýrsla, er hann vísaði til, sé rétt. Hinsvegar er vist, að það er siður en svo, að þessu gjaldi hafi verið varið á þennan hátt til fulls síðustu árin. Þannig var vitagjaldið 1927 kr. 374902.00. En vitabyggingar, sjómerki, sæluhús o. fl. þar að lútandi kostuðu það ár kr. 322805.00. Mismunur það ár var því um 50 þús. kr. 1928 var vitagjaldið 494340 kr., en gjöldin það ár 246689 kr. Eftir upplýsingum hv. frsm. var vitagjaldið 1929 470 þús. kr., en gjöldin það ár 326 þús. kr. Ég hefi ekki athugað það í frárl.ræðu hæstv. fjmrh., hverju þetta hefir numið 1930. En um samanburð síðustu þriggja áranna þar á undan er það að segja, að með breyttri löggjöf verður það ljóst, að framkvæmdirnar á þessu sviði verða að vera meiri en þau arin.

Það er náttúrlega gott að heyra, hvað hv. frsm. segir um þetta atriði. Í grg. frv. er ekki neitt fast ákveðið um þetta. En skýlaus ákvæði frv. upphefja vitanlega grg., ef ekki ber saman.