04.03.1931
Neðri deild: 15. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 312 í C-deild Alþingistíðinda. (1142)

8. mál, vitagjald

Pétur Ottesen:

Ég vil aðeins skýra, í hverju munurinn liggur. Nú eru vitarnir ákveðinn gjaldstofn. Í núgildandi lögum og í þessu frv. eru vitarnir ákveðinn gjaldstofn, þannig, að í skjóli þeirra er vitagjaldið á lagt, en með þessu frv. er það auk þess ákveðið, hvernig vitagjaldinu skuli verja, að því sé varið á þennan ákveðna hátt. Þessi er breytingin.