11.03.1931
Neðri deild: 21. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 312 í C-deild Alþingistíðinda. (1147)

8. mál, vitagjald

Jóhann Jósefsson:

Sjútvn. hefir leyft sér að bera fram brtt. við þetta frv., og er hana að finna á þskj. 127. Það kom að vísu fram við 2. umr. þessa máls, að mþn. í tolla- og skattamálum vildi leggja meiri áherzlu nú en verið hefir áður á það, að vitagjöldum skuli varið til bygginga og viðhalds á vitum og annars þess, er vitamálum kemur við. En þrátt fyrir það, að við það hafi verið kannazt af hv. frsm., að þetta hafi verið meiningin, þá virðist hann þó ekki vilja skilja þetta frv. svo, að það geri neinar breyt. í þessu frá því, sem nú er. Því virðist okkur sjútvnm., að reit sé að undirstrika það skýrt í frv., að vitagjaldinu skuli verja til vitamála og annars, sem tryggir öryggt á siglingaleiðum umhverfis landið. Undir þetta heyra auðvitað þær mælingar, sem gera þarf á siglingaleiðum. Í þessu skyni er þessi brtt. fram komin.

Vitagjaldið er að vísu stór fjárupphæð, en nú hefir mþn., sem hefir athugað vitamal landsins, lagt til byggingu á 38 nýjum ljósvitum, stækkun á 6 ljósvitum og byggingu á 9 radióvitum og 8 hljóðvitum. Af þessu sest það, að þeir siglingafróðu menn og aðrir fagmenn, sem í n. hafa starfað, sjá mikla þörf á að efla vitamál landsins. Þess vegna er mikil þörf á að herða á því ákvæði, að öllu vitagjaldinu eða tilsvarandi upphæð sé varið til bygginga og viðhalds vitum og annara þeirra mála, sem þar heyra undir. Nú getur vel farið svo, að ekki sé hægt að koma því við að nota allt hið árlega vitagjald til framkvæmda á þessum málum á sama ári, en þá er ekkert annað en að leggja þeim mun meira í þessar framkvæmdir næsta ár. Það er sem sé skoðun sjútvn. eins og margra annara þdm., að vitagjaldinu eigi sér í lagi að verja til þessara mála, meðan verið er að koma vitakerfi landsins í það horf, sem tíminn krefur og er siglingunum nauðsynlegt.

Það er alkunnugt, að oft er kvartað undan því af hálfu útlendra sjómanna, hvað vitagjaldið sé hátt. Og því verður ekki neitað, að í ýmsum tilfellum virðist ekki sanngjarnt að krefjast eins mikils vitagjalds af útlendum skipum, þegar þau koma eingöngu til að ná í læknishjálp, eins og hinum, sem koma hingað með vörur eða taka hér vörur. Að vísu er í lögum um vitagjald nokkur skilgreining á þessu í nokkrum tilfellum, en sú skilgreining er ekki nægilega greinileg, enda eru lögin ekki framkvæmd alstaðar eins. Út af þessu hefir verið kvartað. En vegna þess, að í þessum lögum er heimild fyrir ríkisstj. að semja um vitagjald fiskiskipa við stjórnir annara ríkja, þá hefir nefndin fallið frá því að gera ýtarlegri skilgreiningu um vitagjald erlendra skipa en nú er. Búast má við, að ennþá muni bola á þeirri óánægju, sem vart hefir orðið við hjá útlendum mönnum út af vitagjaldinu, sem óneitanlega er mjög hátt. Er. það er miklu hægra fyrir Íslendinga að verja, hve hátt það er, ef því er öllu varið eins og til var ætlazt í upphafi, nefnilega að tryggja öryggi á siglingaleiðunum.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða meira um þetta, en vona fastlega, að hv. d. fallist á þessa brtt. sjútvn.