28.03.1931
Neðri deild: 36. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 976 í C-deild Alþingistíðinda. (1193)

155. mál, verksmiðja til bræðslu síldar

Einar Jónsson [óyfirl.]:

Ég vil segja það hv. sjútvn., að landbn. þessarar d. hefir borizt erindi frá Búnaðarfélagi Íslands, sem er í þá átt, að það er þessu frv. viðkomandi. En þegar n. var að því komin að ganga frá þeirri till., þá tók hún eftir því, að í frv. er farið fram á samskonar breyt. og fólst í till. Búnaðarfélagsins. Það er aðeins gengið skemmra í frv., því að þar er farið fram á, að takmarkið sé 1. sept., en Búnaðarfélagið vill hafa það 10. sept.

Ég tek þetta fram hv. sjútvn. til athugunar, og held ég, að væri hyggilegt fyrir hana að fá þessi plögg hjá landbn., og ég lýst við, að landbn. verði fús til að lána sjútvn. þau, ef hún óskar. Það er líka ýmislegt fleira, sem hér er farið fram á, að breytt verði, sem er sjálfsagt, að sú n. athugi, sem þetta mál fær til meðferðar. En vilji hv. sjútvn. ekki taka þessar till. til greina, t. d. að þetta takmark verði fært til l5. sept., þá leyfist mér sjálfsagt að koma með brtt.