21.02.1931
Neðri deild: 6. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í C-deild Alþingistíðinda. (1274)

1. mál, fjárlög 1932

Héðinn Valdimarsson:

Við jafnaðarmenn höfðum búizt við því, að þessari umr. væri frestað án þess umr. færu fram nú, eins og venja hefir verið áður. Við höfðum því hugsað okkur að geyma okkar aths. til eldhúsdagsins. Það er okkar skoðun, að það sé alveg sjálfsagt, að fjmrh. fái ávallt að útvarpa sinni ræðu. Eins tel ég sjálfsagt, að eldhúsdagsumr. sé öllum útvarpað. Ég býst við, að menn vilji gjarnan heyra þær. Það er ósk mín, að hæstv. forseti taki þetta til athugunar og ráði því til lykta í samráði við stjórnmálaflokkana.