25.03.1931
Neðri deild: 33. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1067 í C-deild Alþingistíðinda. (1296)

173. mál, Útvegsbanki Íslands h/f

Haraldur Guðmundsson:

Ég þarf ekki miklu að svara hv. þm. V.-Ísf. Hann talaði um orð og verk og sagðist taka verkin, þar sem orð og verk færu ekki saman. Ég vil minna hann á, að í báðum deildum í fyrra greiddi ég og mínir flokksmenn atkv. á móti frv. Það eru verk okkar hér í þinginu.

Við hv. 2. þm. G.-K. þarf ég það eitt að segja, að ég tek ekkert aftur af því, sem ég hefi til hans mælt. Ég svara eins og á mig er yrt, og ég er við því búinn að gera grein fyrir, hvað ég átti við. En það verð ég að segja, að það er næsta ómannlegt, þegar maður, sem heldur ræður eins og hann og grípur fram í eins og hann, emjar og ber sig illa undan því, ef hann er hirtur og honum er svarað í sama tón.