18.03.1931
Neðri deild: 27. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1070 í C-deild Alþingistíðinda. (1301)

174. mál, löggilding verslunarstaðar að Súðavík

Flm. (Jón Auðunn Jónsson):

Þetta frv., er borið fram að einróma ósk borgarafundar í Súðavík. Á síðustu 10 árum hefir fólki fjölgað þar úr 148 í 240 manns. Þykir aukið hagræði, þar sem annarsstaðar, að fá löggiltan verzlunarstað í stað sveitaverzlunar, sem þar hefir verið áður.

Þar sem nú er orðið framorðið, skal ég ekki fara um þetta fleiri orðum, en vil leyfa mér að leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. og allshn.umr. lokinni.