10.04.1931
Neðri deild: 43. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 645 í C-deild Alþingistíðinda. (1327)

32. mál, ræktunarsamþykktir

Halldór Stefánsson:

Í 63. gr. stjskr., sem hv. 1. þm. S.-M. var að vitna í, segir, að eignarrétturinn sé friðhelgur. Fæ ég ekki séð, að ákvæði 14. gr. frv. rýri eignarrétt jarðeigenda yfir jörðum sínum hið minnsta grand. Þeir hafa einnig fullan umráðarétt yfir þeim, eftir sem áður, þó að frv. að vísu skyldi þá til þess að þiggja stuðning til ræktunar jarðanna og þótt þeim sé gert að stuðla að ræktun þeirra.

Það atriði, sem hv. þm. Borgf. dró fram, hefir frekar við nokkur rök að styðjast og hefi ég því ekki neitt á móti því, að þetta yrði tekið til frekari athugunar í n., og þá má jafnframt taka til athugunar þau ákvæði frv., sem hv. 1. þm. S.-M. gerði að umtalsefni. Þótt ég telji aðfinningar hans ástæðulausar. Ég mun því ekki setja mig á móti því, að málið verði tekið út af dagskrá.