11.04.1931
Neðri deild: 44. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 703 í C-deild Alþingistíðinda. (1447)

44. mál, hafnargerð á Dalvík

Frsm. minni hl. (Hákon Kristófersson):

Ég ætla aðeins að segja örfá orð og skírskota til þeirra ummæla, sem féllu um það mál, sem var næst á undan. Ég get fallizt á það með hv. frsm. meiri hl., að vel megi vera, að hér sé ekki eins aðkallandi nauðsyn sem á hinum tveimur stöðunum, sem hér voru til umræðu. Ég vil einnig lýsa því yfir fyrir hönd mína og hv. þm. Vestm., að við leggjum til, að frv. verði samþ. óbreytt.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta. Ég vil taka undir það, að nauðsynlegt sé að vera stuttorður, og vil því ekki mæla nein þau orð, sem gefi hv. frsm. meiri hl. ástæðu til andsvara.