28.02.1931
Neðri deild: 12. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 749 í C-deild Alþingistíðinda. (1505)

56. mál, lax- og silungsveiði

Gunnar Sigurðsson:

Ég hélt því fram á síðasta þingi, að sjálfsagt væri að flokka árnar, því að allt annað ætti við um smáár en stórár, og auk þess hagar á ýmsan annan hátt misjafnlega til um árnar. Ég vil t. d. minnast á Þjórsá. Í henni er engin veiði, nema neðst, og þar gæti því ekki komið til mála að fara að lögbjóða 60 stunda hvíld á viku. Auk þess tel ég nauðsynlegt að banna ádráttarveiði í smáám.