16.03.1931
Neðri deild: 25. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 752 í C-deild Alþingistíðinda. (1518)

58. mál, útsvör

Magnús Guðmundsson:

Ég vildi f. hönd allshn. fara fram á það við hæstv. forseta, að hann taki mál þetta út af dagskrá. Ástæðan er sú, að fyrir n. liggur annað frv., sem ráðgerir breyt. á sömu lögum og þetta frv., og n. hefir ákveðið að athuga, hvort ekki sé fært að steypa þessum 2 frv. saman í eitt. Óska ég því, að málið verði tekið út af dagskrá.