13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1111 í C-deild Alþingistíðinda. (1526)

194. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Sigurður Eggerz:

Ef leyfilegt er að viðhafa þannig orð hér, langar mig að benda á gamla málsháttinn „fáir ljúga meira en um helming“ í sambandi við ræðu hæstv. forsrh. — því sannast að segja held ég að ég hafi einu sinni áður minnzt á þetta að gefnu tilefni.

Menn skilja eflaust vel, hvað það er viðeigandi, eiða hitt þó heldur, að láta menn gefa yfirlýsingu um það upp á æru og drengskap að kjósa ekki ákveðinn mann. Slíkt er ekki í anda kosningarlaganna.

Hinsvegar hefi ég ekki neitt verið að kvarta undan því, þó andstæðingar mínir „agiteri“ gegn mér. Þvert á móti hefi ég einu sinni boðið að kosta að einhverju leyti leiðangur, sem Framsókn sendi um Dali, því mér finnst ótrúlegt, að slíkur leiðangur bæti ekki fyrir mér.