13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1112 í C-deild Alþingistíðinda. (1530)

194. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég hefi alls ekki fjargviðrast neitt út af samvinnu sjálfstæðismanna og jafnaðarmanna. Ég tel hana einmitt eðlilega eins og sakir standa. En þeir verða að þola, þó um hana sé talað og taka þeim afleiðingum, sem hún kann að hafa.

Þar sem jafnaðarmönnum þykir við ekki nógu leiðitamir, skilja þeir vitanlega við okkur vegna þess, að þeir búast við að fá meira hjá íhaldsmönnunum, að þeir verði þægari við þá.