13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1113 í C-deild Alþingistíðinda. (1532)

194. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það er óþarfi fyrir hv. 2. þm. G.K. að vera að útskýra afstöðu jafnaðfarmanna. Það geta þeir gert sjálfir. Og öll framkoma þeirra sýnir bezt, hvað þeim býr í brjósti. Þeir hafa þegar ákveðið að taka höndum saman við sjálfstæðismenn. Þeir ætla að greiða atkv. með vantrausti á stj., samþykkja, að landið gangi í 8 millj. kr. ábyrgð fyrir Reykjavíkurbæ, svipta sveitirnar fulltrúum sínum o. s. frv. Þetta sýnir nógu skýrt, hvaða flokkur það er, sem er leiðitamastur við þá. Það er flokkur hv. 2. þm. G.-K. og enginn annar.