11.04.1931
Neðri deild: 44. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1127 í C-deild Alþingistíðinda. (1584)

273. mál, lögreglusamþykktir utan kaupstaðanna

Frsm. (Magnús Torfason):

Ég vil aðeins geta þess, að þetta frv., sem samið mun vera af merkum lögfræðingi, er gert til þess, að hægt sé að koma lögum yfir samkomur manna uppi í sveitum. Er þá sérstaklega haft fyrir augum héraðið fyrir ofan bæinn hér. Annars er þetta heimild, sem veitt er öllum hreppum landsins. Skil ég ekki annað en að hún sé fremur til bóta, en engum til meins. Leyfi ég mér því fyrir hönd n. að óska þess, að frv. verði samþ.