01.04.1931
Neðri deild: 39. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1171 í C-deild Alþingistíðinda. (1629)

283. mál, virkjun Efra-Sogs

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Það var hreinn óþarfi fyrir hv. þm. Barð, að vera að hreyfa þessu, því að ég hafði aðeins sagt, að hinar minni ábyrgðir, sem ríkið hefir tekið á sig vegna rafmagnsmálanna, hefðu ekki vakið neina sérstaka eftirtekt, vegna þess að þær voru svo litlar, að þær skiptu fjárhag landsins í heild sinni svo sem engu. Hinsvegar minnist ég þess, að Patreksfjarðarhreppur átti erfitt um eitt skeið vegna raflýsingar, sem hreppurinn var að koma upp hjá sér, og ég minnist þess ennfremur, að hv. þm. Barð. hreyfði þessu hér í þinginu, sennilega vegna þess, að honum hefir fundizt ástæða til að gera þetta að þjóðmáli.