25.02.1931
Efri deild: 9. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1190 í C-deild Alþingistíðinda. (1669)

36. mál, einkasala á tóbaki og eldspýtum

Jón Þorláksson:

Hv. 2. landsk. lætur sem hann muni það ekki, að þegar einkasalan á tóbaki var lögð niður 1925, þá var um leið hækkaður tollurinn á tóbakinu. Sá tollauki hefir reynzt gefa meira af sér en nam arðinum á einkasölunni. Að skattleggja tóbakið hærra er ekki hægt, án þess að notkunin minnki.

Annars er það ómótmælanlegt, að tekjur ríkisins af tóbakinu mundu skerðast, ef einkasala er upp tekin, og mikið fyrstu árin. Reynslan hefir sýnt það.