16.03.1931
Efri deild: 25. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1264 í C-deild Alþingistíðinda. (1765)

137. mál, fimmtardómur

Pétur Magnússon:

Ég vil aðeins benda á, að það er misskilningur hjá hv. 1. landsk., ef hann heldur, að ég hafi verið á gagnstæðri skoðun við sig um aldurstakmarkið í sambandi við ákvæði stjskr. Ég einmitt sagði, að ef skilja bæri ákvæði frv. svo, að eldri maður en sextugur mætti ekki sitja dóminn, þá yrði samtímis að fara fram stjórnarskrárbreyting. En ef ákvæði frv. þar á móti þýddu það eitt, að ekki mætti veita eldri manni en sextugum, þá hefði ég ekkert við það að athuga. — Það er því ekkert ósamræmi milli skoðunar minnar og hv. 1. landsk. á þessu atriði.