18.03.1931
Efri deild: 27. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1302 í C-deild Alþingistíðinda. (1787)

166. mál, varnir gegn kynsjúkdómum

Flm. (Halldór Steinsson):

Þetta er misskilningur hjá hæstv. dómsmrh. Eftir lögunum eins og þau eru nú, þá er það svo, að þeir sjúklingar, sem þurfa að fá ókeypis læknishjálp, skuli gefa drengskaparvottorð um, að þeir séu ekki færir til þess. En samkv. þessum ákvæðum á læknir að geta úrskurðað um það, hvort þessir menn séu færir um að borga eða ekki. Og það er fullt eins tryggt, að læknir gefi vottorð um þetta eins og að sjúklingarnir geri það sjálfir. Í framkvæmdinni verður þetta engu dýrara fyrir ríkissjóð.