24.03.1931
Efri deild: 32. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 1304 í C-deild Alþingistíðinda. (1794)

240. mál, hjúskapur, ættleiðing og lögræði

Jón Þorláksson:

Það er engin skýring hjá hæstv. forsrh., þótt hann segi, að lögfræðingar stjórnarráðsins hafi lagt til, að svona væri farið að, þegar ekki er greint frá þeim ástæðum, sem þessir lögfræðingar hafa fært fyrir máli sínu. En ég álít það varhugavert, bæði vegna þingstarfa og samningagerða, ef á að festa þá venju, að milliríkjasamningar verði ekki gerðir nema samþykki Alþingis komi til. Ég skal t. d. benda á, að það útilokar, að samningar verði gerðir milli þinga.

Ég þori auðvitað ekki að fullyrða, að aldrei hafi verið minnzt á þetta mál í utanríkismn., en samkv. dagskrá og fundarboði hefir það aldrei verið þar til umræðu.