05.03.1931
Efri deild: 16. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í B-deild Alþingistíðinda. (20)

29. mál, utanfararstyrkur presta

Erlingur Friðjónsson:

Ég vil aðeins segja örfá orð, vegna þess að ég hefi skrifað undir nál. með fyrirvara. — Ég vil þá fyrst geta þess, að þótt framsöguræðan væri löng hjá hv. 6. landsk., þá get ég þó ekki skrifað undir hana að öllu leyti. Ég er þó sammála hv. n. að því leyti, að ef á annað borð er farið að styrkja presta til utanfara, þá sé rétt að ákveða töluna 2–5 á ári. Ég er einnig sammala um það, að jafnt beri að styrkja fríkirkjupresta sem presta þjóðkirkjunnar. Ég mun því greiða atkv. með brtt. n., enda þótt brtt. við 2. gr. sé orðuð öðruvísi en ég vildi. En um frv. í heild sinni er það að segja, að ég mun ráða það við mig síðar, hvort ég greiði því atkv. út úr d. eða ekki.