21.03.1931
Neðri deild: 30. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í B-deild Alþingistíðinda. (200)

116. mál, heimild til að veita Jóni Þorleifi Jósefssyni vélstjórnarskírteini

Sigurjón Á. Ólafsson:

Mér þykir það á skorta í þessu máli, að ekki hefir verið leitað umsagnar vélstjórafélagsins, því að í slíkum mélum sem þessu ætti að fylgja þeirri reglu að leita umsagnar viðkomandi stéttarfélags. má vel vera, að vélstjórafélagið láti sig þetta mál litlu skipta, en ég tel vafasamt, að stéttin í heild sinni sé hrifin af því, ef fara á að ganga inn á þessa braut. Ég fyrir mitt leyti er mótfallinn þeirri stefnu að veita með lögum einstökum mönnum réttindi til jafns við þá menn, er verða að inna af hendi margra ára nám, verklegt og bóklegt.

Þetta eina tilfelli mun ég þó láta hlutlaust, með því að hjá þessum manni mun vera sérlega góð kunnátta í starfinu fyrir hendi.