13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 910 í C-deild Alþingistíðinda. (2028)

129. mál, slysatryggingalög

Jóhann Jósefsson:

Ég hjó eftir því hjá hv. frsm., að n. telur rétt vera, að slysatryggingaskylda nái eigi jafnt til bygginga í sveitum og við sjó. Ef þetta er rétt skilið hjá mér, þá vildi ég biðja hv. frsm. að gefa nánari skýringu á því, hvers vegna n. telur minni slysahættu vera við húsabyggingar í sveitum heldur en í kaupstöðum.