16.03.1931
Neðri deild: 25. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 110 í B-deild Alþingistíðinda. (213)

133. mál, greiðsla verkkaups

Flm. (Héðinn Valdimarsson):

Þetta litla frv. er fram komið eftir óskum bifreiðastjóra. Það hefir verið álitið óheimilt að innheimta laun og flutningsgjöld fyrir bifreiðarstjórana samkv. lögum nr. 28, 19. maí 1930, um greiðslu verkkaups. Þar sem engan eðlismun er hægt að finna á þessum mönnum og venjulegum verkamönnum, þá sýnist sjálfsagt, að þessi lög nái einnig til þeirra. Þetta frv. er fram komið til þess að koma því til leiðar. Ég hygg, að engar umr. muni þurfa um frv., en óska, að því verði vísað til 2. umr.