30.03.1931
Neðri deild: 37. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 116 í B-deild Alþingistíðinda. (240)

100. mál, úrskurðarvald sáttanefnda

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Ég þarf ekki að tala nema örfa orð um þetta frv., sem gengur út á það að létta undir með mönnum, sem eiga skuldir að heimta hjá öðrum, og létta kostnaði af þeim, sem greiða eiga, með því að heimila sáttanefndum að úrskurða um skuldarupphæð, sem nemur allt að 500 kr. Áður höfðu sáttanefndir aðeins úrskurðarvald yfir skuldum, sem ekki voru hærri en 50 kr. Þetta vald er þó ýmsum skilyrðum bundið, eins og tekið er fram í frv. Allshn. var sammála um, að þetta væri til bóta og leggur til, að frv. verði samþ., en með svo litlum orðabreytingum, að ég sé ekki ástæðu til að skýra þær. Efnisbreytingar eru þar engar, heldur aðeins breytingar um fyrirkomulagsatriði.