14.03.1931
Neðri deild: 24. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í C-deild Alþingistíðinda. (255)

111. mál, opinber vinna

Hannes Jónsson [óyfirl.]:

Hv. þm. Ísaf. talaði um „hundalogik“. Fer vel á því, því að hann mun henni kunnugastur. Að minnsta kosti þurfti töluverða „hundalogik“ til þess að finna það rit úr því, sem ég sagði áðan, að ég teldi, að það bæri að lengja vinnutíma vegavinnumanna með 1. Það, sem ég sagði, var það, að eftir grg. frv. að dæma væri frv. með öllu óþarft. Þar segir svo m. a.:

„Í frv. þessu er einungis farið fram á það, að í opinberri vinnu sé vinnutími verkafólks ekki að jafnaði lengri en hinn venjulegi vinnutími verzlunarfólks“.

Nú er vinnutími verzlunarmanna yfirleitt 10–12 tímar, og þarf því ekki að setja nein lagaákvæði um þetta.

Hv. flm. hafa ekki borið það við að skýra það ákvæði frv., sem ég spurðist fyrir um, og ég vil því endurtaka þá ósk mína að fá skýringu á því, hvers vegna sé nauðsynlegt að skylda bændur til að reikna 8–9 stunda vinnudag, t. d. við jarðabótarvinnu. Er það virkilega meining hv. flm., að vinnudagur í sveitum sé ekki lengri en þetta? (HV: Þá er að hafa eftirvinnu). Ætli hv. þm. vilji ekki hafa allt eftirvinnu? Það stendur víst næst hans stefnuskrá. Að minnsta kosti tala jafnaðarmenn um fatt meira en nauðsynina á hækkuðu kaupi og styttri vinnutíma. Annars skal ég ekki verða til að lengja þessar umr. frekar en orðið er, en ég vil endurtaka það, að mér þætti vænt um að fá skýringu á því hjá hv. flm., af hvaða ástæðum þeir telja svo nauðsynlegt að einskorða vinnudaginn til sveita við 9 tíma.