07.03.1931
Efri deild: 18. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 44 í B-deild Alþingistíðinda. (33)

29. mál, utanfararstyrkur presta

Jón Jónsson:

Ég er hálfhikandi við að taka þátt í þessum umr., því að ég hefi ógeð á þessum blæ, sem á umr. hefir verið, þar sem verið er að draga kirkjumal inn í flokkadeilur. Mér finnst, og ég held, að ég þori að segja það líka fyrir hönd míns flokks, að trúmálin séu svo heilagur hlutur, að alls ekki eigi að blanda þeim inn í flokkadeilur.

Viðvíkjandi brtt. þeim, sem hér liggja fyrir, vil ég segja það, að mér finnst þær ekki svo hreinlegar sem skyldi. Mér fyndist nærri því hreinlegra að leggja beinlínis á m6ti frv. en að koma með svona brtt. Ég álít, að ef þær verða samþ., þá sé frv. einskis virði. Nái þessar breyt. fram að ganga, þá er það komið undir fjárlögunum í hvert skipti, hvort nokkur utanfararstyrkur er veittur. Og þá er alveg eins hægt, þó að þessi ákvæði væru alls ekki til, að veita slíkan styrk, eins og gert var á síðasta þingi. Þetta frv. átti að tryggja prestum alltaf fjárveitingu til þessara hluta og tryggja það, að vænta mætti góðs árangurs af þeim fjárveitingum. Þau mótmæli hafa komið fram gegn þessu frv., að það mundi draga þann dilk á eftir sér, að aðrar stéttir fengju sömu hlunnindi. það er alveg sérstök þörf á þessu fyrir presta. Læknum hefir nú þegar verið veitt þetta, og þeir eru að því leyti betur settir, að þeir hafa hærri laun. Ég held, að það, sem hv. þm. Snæf. tók fram, raski þessu ekkert. Læknarnir eru ekki svo mikil olnbogaborn stj., þar sem þeim hefir nú að undanförnu gefizt kostur á utanferðum.

Sýslumönnum er ekki eins mikil þörf á utanferðum eins og prestum. Prestarnir eiga að flytja ræður og vera andlegir leiðtogar safnaðanna og þurfa því alltaf að hafa eitthvað nýtt og gott að segja. Þess vegna þurfa þeir miklu fremur en lögfræðingar að færa út sjóndeildarhring sinn. Annars geta þeir orðið eins og grammfónsplata, það sama upp aftur og aftur, og það er ekki gott.

Hv. 2. landsk. talaði um það, að eins mikil þörf væri á að bæta kjör póst- og símamanna. En nú er símstjóri alltaf að sigla og póstmalastjóri líka, svo að þar er ólíku saman að jafna.

Ég vona eins og hv. frsm., að deildin sjái sér fært að fella þessar brtt., því að ég held, að ef þær verða samþ., þá sé ekkert gagn í frv.