13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 109 í C-deild Alþingistíðinda. (372)

89. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Frsm. minni hl. (Magnús Guðmundsson) [óyfirl.]:

Hv. 1. þm. Reykv. vildi fá yfirlýsingu um það, hvort ég mundi fylgja þessu máli með vissum skilyrðum á næsta þingi. Ég hefi myndað mér skoðun í þessu máli, og hún er á þá leið, að ég vil ekki láta samþykkja lög um þetta efni, fyrr en Seltjarnarneshr. hefir samþ. sameininguna. En það, sem ég vildi benda á í síðustu ræðu minni, var það, að miklar líkur væru til þess, að hreppsnefndin sæi nú bráðlega þann kostinn vænstan að semja, þar sem alltaf fjölgaði þeim mönnum, sem vildu kúga þá til að láta af hendi landið.