27.03.1931
Neðri deild: 35. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 138 í B-deild Alþingistíðinda. (416)

Afgreiðsla þingmála

Benedikt Sveinsson:

Ég skil vel afstöðu hv. flm. Hann kvaðst vera að fara úr bænum, og óskaði því eftir, að málið yrði afgr. til 3. umr. umræðulaust. En sýnt þykir mér, að það muni varla koma fyrir í dag. Og finnst mér því form. n. hafa tekið vel í málið, er hann lagði til, að það yrði tekið af dagskrá og frestað, og ekki tekið á dagskrá fyrr en hv. flm. óskaði eftir því. Og vil ég annars vona, að hv. 2. þm. Árn. hafi næga tryggingu í hæstv. forseta.