30.03.1931
Neðri deild: 37. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 139 í B-deild Alþingistíðinda. (418)

Afgreiðsla þingmála

Ólafur Thors:

Ég vildi leyfa mér að vekja athygli hæstv. forseta á því, að ég tel hann leika mig og mitt frv. (um síldarbræðsluverksmiðju) allhart, með því að setja það svo neðarlega á dagskrá, að það er sýnt, að það kemur ekki til umr. á þessum fundi, ef málin verða tekin fyrir eftir þeirri röð, sem þau eru í á dagskránni. Ég sætti mig ekki við það, að það verði ekki tekið fyrir fyrr en á eftir 5. máli (frv. um búfjárrækt), sem að sjálfsögðu verða miklar umr. um.